Síður

14.3.11

KEEP CALM AND CARRY ON

Ég var að búa til skemmtilegt rammahorn inni í svefnherbergi en það er ekkert í römmunum enn sem komið er. Ég sit hér og nýti þær fáu frístundir sem ég hef til að leita mér að innblæstri.

Barnið lærir prímtölurnar (héðan). 6.3.11

Hugmyndahornið (nr. 1)

Þessa hugmynd að jólaskrauti mætti nýta í ýmislegt annað.
Stenslar notaðir til að lífga upp á gamla kommóðu.
Gamlar vínflöskur verða vasar. 
Pappír og "korktöflupinnar" (vá, ég man ekkert hvað svoleiðis heitir í augnablikinu) teiknibólur.

Gullfallegur rósapúði.
Myndir úr gömlu dagatali lífga upp á vegginn.
Svo er að muna eftir taupennunum.

4.3.11

Ítalskur dagur

Maggi bróðir kom við hjá okkur í Providence eftir vinnuferð til Dallas. Hann kom með fangið fullt af lakkrís, svo honum var tekið opnum örmum (til að taka á móti öllum lakkrísnum, enda er ég búin með birgðarnar mínar). Við eyddum deginum í Federal Hill, ítalska hverfinu í Providence. 

Maggi bauð okkur út að borða. Staðurinn var greinilega vinsæll því við þurftum að bíða endalaust lengi eftir matnum. Sem betur fer var hann góður og við fengum ókeypis bjór í sárabætur.
Ástæðan fyrir seinkun á pöntuninni okkar var að maturinn er búinn til hinum megin við götuna í þessari búð, og þar var allt brjálað að gera.


Búðin er ekki vinsæl fyrir ekki neitt, enda pakkfull af alls konar góðgæti. Ólífubarinn er ekkert slor. 
Fleira gúmmilaði var til sölu, til dæmis fann ég þetta hunang með heilli vaxköku ofan í!
Svo, af því að þetta er í Rhode Island þá mátti að sjálfsögðu kaupa pastasósu fyrrverandi borgarstjórans, en hann er ansi skrautlegur karakter og var að lokum stungið í fangelsi fyrir spillingu. Íbúum í Lil'  Rhody virðist slétt sama og dýrka Buddy og eflaust pastasósuna hans líka.
Mér var á endanum bannað að taka myndir inni í búð nr. 1 svo ég dreif mig bara í búð nr. 2. Þar fann ég þessar servíettur.
Mér finnst að þessar servíettur ættu að heita viskustykki.
Ég held að það sé 1000 sinnum skemmtilegra að borða ís með svona risaeðlusykurstrauti en án þess.
Ítölsk matvöruverslun getur varla staðið undir nafni ef kökurnar vantar!
Þessar espressóskeiðar eru algjört æði.
Við álpuðumst næst inn í búð sem skreytt var Undralandsfígúrum enda ansi undarleg.
Hvern vantar ekki svona skilti?
Því næst kíktum við í lítið sætt gallerí.
Þessi málar ný mótíf eins og gamall mestari.
Björn Leví hefur lengi dreymt um að opna súkkulaðihús (hann drekkur ekki kaffi).

Við enduðum daginn á Pastiche Fine Desserts & Café, en pastiche þýðir, merkilegt nokk,  hrærigrautur eða eftirlíking.
Úr nógu var að velja og við fórum glöð heim með hrærigrautinn okkar.