Síður

16.7.11

Geggjað túnfiskssalat

Ég bullaði túnfiskssalat og það varð svona svakalega gott. Hér er uppskriftin (þetta er allt mjög sirkabát, smakkiði til):

2 túnfisksdósir, hellið vatni af
2 msk sýrður rjómi
4 msk majónes
1 lítill laukur, smátt saxaður
3 egg, smátt söxuð
dass svartur pipar
dass sítrónupipar
dass bragðbætt salt (nokkurn veginn eins og kryddið á franskar kartöflur)
dass paprikuduft
dass karrí (ekki þetta íslenska heldur indverskt curry)

Hrærið öllu saman og borðið með bestu lyst. Karríið er aðalmálið í uppskriftinni og gerir þetta sérlega ljúffengt.

1 ummæli: