Síður

11.5.11

Prjónafaraldur

Nú er runnið á mig prjónaæði. Mér skilst að þessi sjúkdómur hafi lengi geysað á Íslandi (sjá mynd til vinstri) en faraldursfræðilegar rannsóknir sýna að nú er hann kominn til Providence, Rhode Island, USA. Mútta mín góða var sjúkdómsberinn, kom með fullan poka fjár, nú eða ullina af fénu réttara sagt. Ég er búin að æfa mig á húfu, vettlingum, og sokkum (sjá mynd fyrir neðan) og er loks búin að færa mig upp á skaptið og bisa nú við fyrstu lopapeysuna. Hún er að vísu í mýflugumynd, eða hér um bil, því hún er á soninn. Ég er að sjálfsögðu líka farin að nota Ravelry.com og ég hvet alla prjónóða til að skrá sig og tengja við aðra sjúklinga.

Mynd af prjónavíkingi er héðan.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli