| Blogg í hnotskurn. |
20.3.11
14.3.11
KEEP CALM AND CARRY ON
Ég var að búa til skemmtilegt rammahorn inni í svefnherbergi en það er ekkert í römmunum enn sem komið er. Ég sit hér og nýti þær fáu frístundir sem ég hef til að leita mér að innblæstri.
| Barnið lærir prímtölurnar (héðan). |
6.3.11
Hugmyndahornið (nr. 1)
| Þessa hugmynd að jólaskrauti mætti nýta í ýmislegt annað. |
| Stenslar notaðir til að lífga upp á gamla kommóðu. |
| Gamlar vínflöskur verða vasar. |
| Pappír og |
![]() |
| Gullfallegur rósapúði. |
| Myndir úr gömlu dagatali lífga upp á vegginn. |
| Svo er að muna eftir taupennunum. |
4.3.11
Ítalskur dagur
![]() |
| Búðin er ekki vinsæl fyrir ekki neitt, enda pakkfull af alls konar góðgæti. Ólífubarinn er ekkert slor. |
![]() |
| Fleira gúmmilaði var til sölu, til dæmis fann ég þetta hunang með heilli vaxköku ofan í! |
![]() |
| Svo, af því að þetta er í Rhode Island þá mátti að sjálfsögðu kaupa pastasósu fyrrverandi borgarstjórans, en hann er ansi skrautlegur karakter og var að lokum stungið í fangelsi fyrir spillingu. Íbúum í Lil' Rhody virðist slétt sama og dýrka Buddy og eflaust pastasósuna hans líka. |
![]() |
| Mér var á endanum bannað að taka myndir inni í búð nr. 1 svo ég dreif mig bara í búð nr. 2. Þar fann ég þessar servíettur. |
![]() |
| Mér finnst að þessar servíettur ættu að heita viskustykki. |
![]() |
| Ég held að það sé 1000 sinnum skemmtilegra að borða ís með svona risaeðlusykurstrauti en án þess. |
![]() |
| Ítölsk matvöruverslun getur varla staðið undir nafni ef kökurnar vantar! |
![]() |
| Þessar espressóskeiðar eru algjört æði. |
![]() |
| Við álpuðumst næst inn í búð sem skreytt var Undralandsfígúrum enda ansi undarleg. |
![]() |
| Hvern vantar ekki svona skilti? |
![]() |
| Því næst kíktum við í lítið sætt gallerí. |
![]() |
| Þessi málar ný mótíf eins og gamall mestari. |
![]() |
| Björn Leví hefur lengi dreymt um að opna súkkulaðihús (hann drekkur ekki kaffi). |
![]() |
| Við enduðum daginn á Pastiche Fine Desserts & Café, en pastiche þýðir, merkilegt nokk, hrærigrautur eða eftirlíking. |
![]() |
| Úr nógu var að velja og við fórum glöð heim með hrærigrautinn okkar. |
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)

















