Ég bullaði túnfiskssalat og það varð svona svakalega gott. Hér er uppskriftin (þetta er allt mjög sirkabát, smakkiði til):
2 túnfisksdósir, hellið vatni af
2 msk sýrður rjómi
4 msk majónes
1 lítill laukur, smátt saxaður
3 egg, smátt söxuð
dass svartur pipar
dass sítrónupipar
dass bragðbætt salt (nokkurn veginn eins og kryddið á franskar kartöflur)
dass paprikuduft
dass karrí (ekki þetta íslenska heldur indverskt curry)
Hrærið öllu saman og borðið með bestu lyst. Karríið er aðalmálið í uppskriftinni og gerir þetta sérlega ljúffengt.
Draumstraumur
16.7.11
19.6.11
Heimagerðar dundbækur
Alexander er ef til vill ekki orðinn nógu gamall til að hafa gaman að dundbókum en mig langar samt að búa slíka bók til. Það er bara eitthvað svo notalegt og nostalgískt við þær. Hér eru nokkrar hugmyndir að síðum (sjá nánar í tenglum neðst).
http://sewlikemymom.com/quiet-book/
http://doingwithout.livejournal.com/32572.html
http://quietbook.blogspot.com/
http://kojodesigns.blogspot.com/2011/03/guest-tutorial-from-made-by-heidi-quiet.html
http://homemadebyjill.blogspot.com/2009/07/quiet-book-templates.html
http://www.craftforum.com/f20/how-sew-quiet-book-1923/
http://www.elisaloves.com/2009/11/quiet-book-tutorial.html
http://www.sewcraftcreate.com/2010/04/quiet-book.html
http://www.motherearthnews.com/Do-It-Yourself/1992-06-01/Design-Home-Sewn-Quiet-Books.aspx
http://www.sewcraftcreate.com/2011/03/de-stashing-quiet-book-free-template.html
http://www.sugarbeecrafts.com/2010/08/quiet-book-feature.html
http://doingwithout.livejournal.com/32572.html
http://quietbook.blogspot.com/
http://kojodesigns.blogspot.com/2011/03/guest-tutorial-from-made-by-heidi-quiet.html
http://homemadebyjill.blogspot.com/2009/07/quiet-book-templates.html
http://www.craftforum.com/f20/how-sew-quiet-book-1923/
http://www.elisaloves.com/2009/11/quiet-book-tutorial.html
http://www.sewcraftcreate.com/2010/04/quiet-book.html
http://www.motherearthnews.com/Do-It-Yourself/1992-06-01/Design-Home-Sewn-Quiet-Books.aspx
http://www.sewcraftcreate.com/2011/03/de-stashing-quiet-book-free-template.html
http://www.sugarbeecrafts.com/2010/08/quiet-book-feature.html
18.6.11
Er klukkan orðin græn? OK, tími til að vakna
Í gær vaknaði sonur minn kl. 5:40. Í fyrradag vaknaði sonur minn kl. 5:40. Ég bölvaði sumarsólinni í sót og ösku og hannaði í huganum klukku sem sýndi krökkum að það væri EKKI í lagi að vakna kl. 5:40. Svo virðist sem einhver hafi verið á undan mér í framleiðsluferlinu.
Þessi klukka er byggð á sáraeinfaldri hugmynd. Þegar tími er kominn til að vakna skiptir klukkan um lit. Grænt þýðir: "Gjörðu svo vel og vektu foreldra þína". Gult þýðir: "Farðu aftur að sofa krakki!" Hér er önnur eins, bara sætari:
15.6.11
Eldgamlar prjónauppskriftir
Ég rakst af tilviljun á eldgamla prjónauppskrift af vettlingum sem birtist árið 1950 í "Kvennadálkinum" í tímaritinu Fálkanum. Eftir frekara grúsk fann ég ýmislegt fleira:
Prjónuð húfa handa smábörnum frá 1954
Útiföt á börn frá 1939
Nýtísku prjónatreyja frá 1938
Peysa, hvít, rauð og blá frá 1948
Peysa fyrir sumarið frá 1963
Karlmannavesti frá 1940 (ath. einnig handhæga snyrti- og gasgrímutösku)
Prjónuð föt á brúðuna frá 1961
Smábarnaföt frá 1938
Fallegur látlaus vetrarkjóll frá 1938
Stjörnupeysa frá 1949
Rauð og hvít barnapeysa frá 1948 (hrifin af þessari)
Frúarpeysa frá 1947
Kjóll á 6-8 ára stelpu frá 1938 (þessi er æði)
Sundbolur á 5-6 ára gamla telpu frá 1938
Barnasundbolur með treyju frá 1939 (huh?)
Að lokum, lærið um frágang á prjónavinnu.
Prjónuð húfa handa smábörnum frá 1954
Útiföt á börn frá 1939
Nýtísku prjónatreyja frá 1938
Peysa, hvít, rauð og blá frá 1948
Peysa fyrir sumarið frá 1963
Karlmannavesti frá 1940 (ath. einnig handhæga snyrti- og gasgrímutösku)
Prjónuð föt á brúðuna frá 1961
Smábarnaföt frá 1938
Fallegur látlaus vetrarkjóll frá 1938
Stjörnupeysa frá 1949
Rauð og hvít barnapeysa frá 1948 (hrifin af þessari)
Frúarpeysa frá 1947
Kjóll á 6-8 ára stelpu frá 1938 (þessi er æði)
Sundbolur á 5-6 ára gamla telpu frá 1938
Barnasundbolur með treyju frá 1939 (huh?)
Að lokum, lærið um frágang á prjónavinnu.
Útaukningar og úrtökur
Garnið hefur eitthvað verið að vefjast fyrir mér svo það er algjör himnasending að finna síðuna Knitting Help. Hér er lýst í máli og hreyfimyndum hvernig auka má út og taka má úr. Þarna er farið yfir margar mismunandi aðferðir og útkoma hverrar þeirra sýnd á einu og sama prjónastykkinu. Þetta finnst mér einkar sniðugt!
Ef þið viljið endilega lesa ykkur til á íslensku gæti verið að Prjónakennsluvefur Arndísar Hilmarsdóttur komi að gagni
Mynd héðan.
11.6.11
Ding ding! Er þetta ísbíllinn? Nei, þetta er fatamarkaðsbíllinn!
Nennirðu ekki út í búð að versla föt? Þá kemur búðin bara til þín í staðinn!
Þetta finnst mér svo gjöðveikislega sniðug og skemmtileg hugmynd að mig langar að kaupa gamalt rúgbrauð eða eða einhvern þaðan af stærri bíl og rúnta um Reykjavík með alls konar skemmtileg föt, prjónavörur, heimasaumað, gamalt dótarí...
Kannski væri jafnvel hægt að endurvekja kaupmanninn á horninu, nema hvað hann væri ekki alltaf á sama horninu.
Búðina fann ég á Poppytalk.
Þetta finnst mér svo gjöðveikislega sniðug og skemmtileg hugmynd að mig langar að kaupa gamalt rúgbrauð eða eða einhvern þaðan af stærri bíl og rúnta um Reykjavík með alls konar skemmtileg föt, prjónavörur, heimasaumað, gamalt dótarí...
Kannski væri jafnvel hægt að endurvekja kaupmanninn á horninu, nema hvað hann væri ekki alltaf á sama horninu.
Búðina fann ég á Poppytalk.
5.6.11
Þegar nördar eignast börn...
Þessi bók er yndisleg og snertir í mér viðkvæman nördastreng.
Allar bækur ættu að hefjast á útdrætti (ég er viss um að það er heimildaskrá aftast). |
Ætli þau fái styrk til verksins? |
Maður skrifar alltaf aðferðarkaflann fyrst. |
Öll börn ættu að eiga svona bók, enda eru öll börn vísindamenn inn við beinið. |
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)