Síður

11.6.11

Ding ding! Er þetta ísbíllinn? Nei, þetta er fatamarkaðsbíllinn!

Nennirðu ekki út í búð að versla föt? Þá kemur búðin bara til þín í staðinn!Þetta finnst mér svo gjöðveikislega sniðug og skemmtileg hugmynd að mig langar að kaupa gamalt rúgbrauð eða eða einhvern þaðan af stærri bíl og rúnta um Reykjavík með alls konar skemmtileg föt, prjónavörur, heimasaumað, gamalt dótarí...Kannski væri jafnvel hægt að endurvekja kaupmanninn á horninu, nema hvað hann væri ekki alltaf á sama horninu.


Búðina fann ég á Poppytalk.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli