Síður

18.6.11

Er klukkan orðin græn? OK, tími til að vakna

Í gær vaknaði sonur minn kl. 5:40. Í fyrradag vaknaði sonur minn kl. 5:40. Ég bölvaði sumarsólinni í sót og ösku og hannaði í huganum klukku sem sýndi krökkum að það væri EKKI í lagi að vakna kl. 5:40. Svo virðist sem einhver hafi verið á undan mér í framleiðsluferlinu.


Þessi klukka er byggð á sáraeinfaldri hugmynd. Þegar tími er kominn til að vakna skiptir klukkan um lit. Grænt þýðir: "Gjörðu svo vel og vektu foreldra þína". Gult þýðir: "Farðu aftur að sofa krakki!" Hér er önnur eins, bara sætari:


Engin ummæli:

Skrifa ummæli