Síður

5.6.11

Lopapeysan er tilbúin w00p w00p!

Þetta er allra fyrsta peysan sem ég prjóna frá upphafi til enda. Það má ýmislegt finna að henni en ég læri af reynslunni og er hæstánægð með hana. Hún er að mestu prjónuð eftir uppskriftinni "Bláklukka" eftir Védísi Jónsdóttur.

Minn maður passar ekki enn í hana en hún verður sannarlega góð næsta vetur. Peysan verður náttúrulega enn flottari á svona flottum strák :-)

Ég setti hnapp aftan í hálsmálið svo auðveldara væri að fara í peysuna og úr.

1 ummæli: