Síður

19.2.11

Glýja í augun

Ég á í ástar-haturssambandi við Glee... OK, OK, það er mun meira af ást en hatri. Mér finnst bara einhvern veginn að ég ætti ekki að þola þennan þátt. Hann er klisjukenndur, yfirdrifinn, óþolandi politically correct og oft er góðum lögum gjörsamlega slátrað af vælandi unglingum. 

En það er bara svolítið gaman að ímynda sér að flottasti gaurinn í skólanum sé á eftir feitu röff-töff stelpunni með gleraugun, að besti leiksmaðurinn í fótbolta vilji vera í nördalegum söngklúbb, að þú getir sigrað heiminn með söng og dansi, að öll dýrin í skóginum geti verið vinir, jazz hands...
Svo er ég skotin í Puckerman.
Það verður náttúrulega eitt svakalega glýjulegt myndband að fylgja með í endann :-)

2 ummæli:

  1. Ég hefði getað skrifað þetta. Meira að segja með Puck-skotið ;)

    SvaraEyða
  2. Já, við Alexander fylgjumst alltaf spennt með, og Alexander segir Gí (Glee) hehehe.

    SvaraEyða