Síður

9.2.11

Korktafla klædd í nýjan búning

Ég keypti einhvern tíma korktöflu í IKEA sem aldrei var sett upp á vegg og endaði við hliðina á vaskinum. Þetta var ótrúlega venjuleg og ljót korktafla sem á hrúguðust hinir ýmsu afsláttarmiðar og alls kyns spjöld. Samt tókst okkur einhvern veginn alltaf að gleyma að líta á þessa druslulegu og ófrýnilegu töflu, og að lokum féll hún í gleymsku.

Mamma á gamla saumavél, alls konar efnisbúta, ýmiss konar tölur og djásn, enda hendir hún aldrei neinu. Ég komst að því þegar ég flutti út að ég saknaði þess mikið að hafa ekki aðgang að öllum þessum sniðugu hlutum. Ég eignaðist svo á dögunum saumavél og er ekki lítið glöð með hana. Ég sé það reyndar á þessu myndbandi að ég nota hana eins og gömlu saumavélina hennar mömmu og kann ekkert á alla nútímamöguleika sem vélin býður upp á, enda hef ég lofað sjálfri mér að læra betur á hana.


Ég hef þó allavega eitthvað notað hana og gerði upp blessaða korktöfluna um helgina. Hugmyndina fékk ég af Systraseið en útfærslu mína má sjá í máli og myndum:

Við fjölskyldan gerðum okkur ferð í Lorraine Fabrics í bænum Pawtucket, Rhode Island.
Þar má finna endalaust úrval efna og alls kyns saumadóts.
Ekki spillir að oft má kaupa efnin hræódýr.
Hér má sjá fenginn.
Sturtað út pokunum.
Ég keypti ýmsar pjötlur og borða.
Ég tók til það sem mér fannst líklegt að kæmi að notum í þetta sinn.
Ég klippti blúnduefnið þannig að það passaði á rammann og rúmlega það.
Svo límdi ég það á með taulími.
Alexander fannst tilvalið að stappa duglega á töflunni.
Hér hefur efnið verið strengt á rammann. Raunar finnst mér hún líka mjög falleg svona.

Smá kaffipása tekin með hjálp nýju espressóvélarinnar.
Ef klukkan væri ekki svona margt fengi ég mér bolla því ég fæ vatn í munninn við að sjá þessa mynd.
Ég ákvað þó að láta ekki staðar numið heldur klippti til renning og mátaði á rammann.
Svo saumaði ég á hann blúndu.
Ég prófaði náttúrulega skrautspor í saumavélinni.
Úps! Rauði tvinninn búinn og ég rétt gat klárað öðru megin.
Ég verð þá bara að sauma með hvítu hinu megin. Títta þetta niður.
Festi rauðan borða með títuprjónum.
Lími svo að aftan og voilà!
Eitthvað fannst mér vanta svo ég skellti taulími á nokkrar teiknibólur og vafði utan um þær borða.
Ég strengdi annan borða utan um, hnýtti, og þá var komin þessi fína rós.
Best að gera aðra í stíl við hinn borðann sem ég notaði í renninginn.
Að lokum náði ég í nokkrar brúðkaupsmyndir. 

6 ummæli:

  1. Flott hjá þér Heiða! Myndirnar sem sýna hvernig þú fórst að þessu eru líka mjög skemmtilegar!

    SvaraEyða
  2. En flott hjá þér. Skemmtilegt að sjá myndir af framkvæmdinni.

    J. Katrín

    SvaraEyða
  3. Kærar þakkir fyrir það. Verst að ég tók allar myndirnar á símanum mínum, ætti að sjálfsögðu að nota almennilega myndavél...

    SvaraEyða
  4. Ekkert smá flott....

    vá hvað mig vantar svona efnabúð. Geri ráð fyrir því að verðið sé ekki mjög hátt miðað við magnið úr pokunum. Hér nærri mér kosta efni hönd og fót, þannig maður verður virkilega að hugsa sig um áður en maður kaupir eitt né neitt

    SvaraEyða
  5. Já, þessi búð er hreinasta snilld. Hún er á tveimur hæðum og efri hæðin er kölluð "bargain loft" þar sem allt er hræódýrt.

    SvaraEyða