Síður

29.1.11

Sem í draumi...

"He knew the path held dangers..." [héðan] 

"Metallic Wind" [héðan]  
"A moment of embracing" [héðan
"A murder of crows outside my window." [héðan]
"Touch the stars, swing into the abyss, get lost in time on the carnival ride." [héðan
"He marked the day."[héðan 
"She wove her crown from the flowers that grew around her." [héðan]
"In the light." [héðan]

22.1.11

Kaffi



Í vinnunni drekk ég ávallt
úr hemúlsbollanum, enda
erum við bæði vísindamenn.
Ásta María frænka mín samdi á dögunum ljóð sem nú er orðið frægt innan fjölskyldunnar:


Kaffi, kaffi, kaffi, kaff,
kaffi, kaffi, kaffi.
Kaffi, kaffi, kaffi, kaff!
Kaffi, kaffi, kaffi.


Þetta segir allt sem segja þarf.




Mér finnst unaður að drekka kaffi og fæ því miður aldrei nóg af því. Miðað við það hversu mikilvægan sess kaffi skipar í lífi mínu á ég harla lítið af kaffivörum, aðeins eina aumingjalega IKEA pressukönnu sem er við það að brotna. Eiginmaðurinn drekkur ekki kaffi svo kaffidrykkja einskorðast við vinnuna. En ef ég mætti ráða...
Hellti ég upp á fyrir gesti í þessari...
Bæri það fram í þessari...
Ég heillast alltaf að hlutum með einhvers konar mystísku ívafi enda er ég nátthrafn að eðlisfari.
iittala la la la la! Mynd héðan.
Pweddy! Samt kannski aðeins of sykursætt fyrir minn smekk, enda drekk ég kaffið mitt sykurlaust.


Þessir íslensku kaffistenslar eru svo mikið yndi. Mynd héðan.
Þessi er á óskalistanum, bara að skella á hellu.
Hver segir svo sem að það þurfi endilega að bera fram kaffi í kaffiglösum?
Svo má alltaf láta sig dreyma...
Dreym dreym...
Dreym dreym! Hannað af Yaniv Berg.


Ert þetta þú, R2D2? Myndir héðan og héðan.
Ert þetta þú, Pacman?
Ert þetta þú... ég hef ekki hugmynd um hver þú ert. Mynd héðan.
Og óvini mínum gæfi ég kaffi í þessum.
Ég get ekki endað á klósettkaffi... Mynd héðan.


(Presto 02811 12-Cup Stainless Steel Coffeemaker, Stelton 1-Liter Vacuum Jug, iittala Taika Espresso Cup and Saucer, Bialetti Moka Express Stovetop Espresso Maker,Konitz Les Fleurs Chez 12-Ounce Mugs, Bodum Pavina 2.5-Ounce Double-Wall Thermo Glasses (Espresso/Shot), Bugatti Diva 15-Bar Pump Espresso Machine, Francis Francis! 206002 Espresso Machine, Helium Espresso Machine.)

19.1.11

Mors nigra

Á 14. öld varð plágan mikla um 75 milljónum Evrópubúa að bana.
Sérstakir pestarlæknar sáu um að "hjúkra" hinum sjúku. Einkennisbúningur þeirra var... einkennilegur.
"Lækningaraðferðir" voru af ýmsum toga, svo sem að draga úr mönnum blóð.
Á þessum tíma var ekkert vitað um sýkla. Talið var að fólk sýktist sökum ólofts, eða mal air, og þaðan kemur orðið malaría. "Gogglæknarnir" svokölluðu fylltu gogga sína með ilmefnum til að minnka smithættu af pestaróloftinu.
Nú hefur plágunni verið útrýmt en að sjálfsögðu má nota hana sem fashion statement.


Sé áhugi fyrir hendi má versla gogglæknagrímur hér.

18.1.11

Úti inni

Einhvers staðar las ég að það eitt að hugsa um gróður og náttúru bæti líðan fólks. Það er að minnsta kosti alveg víst að mannfólk þróaðist ekki í þeim aðstæðum sem nú tíðkast á vesturlöndum; rými eru lokuð, smá, grá.

Grænt gras inni sem úti.




Mig hefur lengi langað til að færa náttúruna til mín, gera mér lítinn skóg inni í svefnherbergi.





Kannski ég fái mér bara hobbitaholu...


(Leiðbeiningar fyrir steinamottu: http://www.craftster.org/forum/index.php?topic=233971.0)
(Kálpúði: http://www.etsy.com/listing/58126972/so-succulent-pillow)