Síður

19.1.11

Mors nigra

Á 14. öld varð plágan mikla um 75 milljónum Evrópubúa að bana.
Sérstakir pestarlæknar sáu um að "hjúkra" hinum sjúku. Einkennisbúningur þeirra var... einkennilegur.
"Lækningaraðferðir" voru af ýmsum toga, svo sem að draga úr mönnum blóð.
Á þessum tíma var ekkert vitað um sýkla. Talið var að fólk sýktist sökum ólofts, eða mal air, og þaðan kemur orðið malaría. "Gogglæknarnir" svokölluðu fylltu gogga sína með ilmefnum til að minnka smithættu af pestaróloftinu.
Nú hefur plágunni verið útrýmt en að sjálfsögðu má nota hana sem fashion statement.


Sé áhugi fyrir hendi má versla gogglæknagrímur hér.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli