Síður

22.1.11

KaffiÍ vinnunni drekk ég ávallt
úr hemúlsbollanum, enda
erum við bæði vísindamenn.
Ásta María frænka mín samdi á dögunum ljóð sem nú er orðið frægt innan fjölskyldunnar:


Kaffi, kaffi, kaffi, kaff,
kaffi, kaffi, kaffi.
Kaffi, kaffi, kaffi, kaff!
Kaffi, kaffi, kaffi.


Þetta segir allt sem segja þarf.
Mér finnst unaður að drekka kaffi og fæ því miður aldrei nóg af því. Miðað við það hversu mikilvægan sess kaffi skipar í lífi mínu á ég harla lítið af kaffivörum, aðeins eina aumingjalega IKEA pressukönnu sem er við það að brotna. Eiginmaðurinn drekkur ekki kaffi svo kaffidrykkja einskorðast við vinnuna. En ef ég mætti ráða...
Hellti ég upp á fyrir gesti í þessari...
Bæri það fram í þessari...
Ég heillast alltaf að hlutum með einhvers konar mystísku ívafi enda er ég nátthrafn að eðlisfari.
iittala la la la la! Mynd héðan.
Pweddy! Samt kannski aðeins of sykursætt fyrir minn smekk, enda drekk ég kaffið mitt sykurlaust.


Þessir íslensku kaffistenslar eru svo mikið yndi. Mynd héðan.
Þessi er á óskalistanum, bara að skella á hellu.
Hver segir svo sem að það þurfi endilega að bera fram kaffi í kaffiglösum?
Svo má alltaf láta sig dreyma...
Dreym dreym...
Dreym dreym! Hannað af Yaniv Berg.


Ert þetta þú, R2D2? Myndir héðan og héðan.
Ert þetta þú, Pacman?
Ert þetta þú... ég hef ekki hugmynd um hver þú ert. Mynd héðan.
Og óvini mínum gæfi ég kaffi í þessum.
Ég get ekki endað á klósettkaffi... Mynd héðan.


(Presto 02811 12-Cup Stainless Steel Coffeemaker, Stelton 1-Liter Vacuum Jug, iittala Taika Espresso Cup and Saucer, Bialetti Moka Express Stovetop Espresso Maker,Konitz Les Fleurs Chez 12-Ounce Mugs, Bodum Pavina 2.5-Ounce Double-Wall Thermo Glasses (Espresso/Shot), Bugatti Diva 15-Bar Pump Espresso Machine, Francis Francis! 206002 Espresso Machine, Helium Espresso Machine.)

2 ummæli:

  1. Kaffi er svo gott... ég hef ekki lesið jafn skemmtilegt ljóð og þetta hér að ofan mjög lengi.
    Múmínálfabollarnir eru ofboðslega fallegir, kosta þó soldið mikið hér á klakanum. Ég er samt búin að eignast tvo.

    Lof sé kaffi! ... best að fá sér einn.... kaffi!

    SvaraEyða
  2. Ég er einmitt búin að vera alveg ómöguleg í allan dag sökum kaffileysis. Ég held ég stelist í hálfan bolla, jafnvel þótt klukkan sé hálftíu. Ég mun sjá eftir því... en ekki strax!

    SvaraEyða