Síður

16.7.11

Geggjað túnfiskssalat

Ég bullaði túnfiskssalat og það varð svona svakalega gott. Hér er uppskriftin (þetta er allt mjög sirkabát, smakkiði til):

2 túnfisksdósir, hellið vatni af
2 msk sýrður rjómi
4 msk majónes
1 lítill laukur, smátt saxaður
3 egg, smátt söxuð
dass svartur pipar
dass sítrónupipar
dass bragðbætt salt (nokkurn veginn eins og kryddið á franskar kartöflur)
dass paprikuduft
dass karrí (ekki þetta íslenska heldur indverskt curry)

Hrærið öllu saman og borðið með bestu lyst. Karríið er aðalmálið í uppskriftinni og gerir þetta sérlega ljúffengt.

18.6.11

Er klukkan orðin græn? OK, tími til að vakna

Í gær vaknaði sonur minn kl. 5:40. Í fyrradag vaknaði sonur minn kl. 5:40. Ég bölvaði sumarsólinni í sót og ösku og hannaði í huganum klukku sem sýndi krökkum að það væri EKKI í lagi að vakna kl. 5:40. Svo virðist sem einhver hafi verið á undan mér í framleiðsluferlinu.


Þessi klukka er byggð á sáraeinfaldri hugmynd. Þegar tími er kominn til að vakna skiptir klukkan um lit. Grænt þýðir: "Gjörðu svo vel og vektu foreldra þína". Gult þýðir: "Farðu aftur að sofa krakki!" Hér er önnur eins, bara sætari:


15.6.11

Eldgamlar prjónauppskriftir

Ég rakst af tilviljun á eldgamla prjónauppskrift af vettlingum sem birtist árið 1950 í "Kvennadálkinum" í tímaritinu Fálkanum. Eftir frekara grúsk fann ég ýmislegt fleira:

Prjónuð húfa handa smábörnum frá 1954
Útiföt á börn frá 1939
Nýtísku prjónatreyja frá 1938
Peysa, hvít, rauð og blá frá 1948
Peysa fyrir sumarið frá 1963
Karlmannavesti frá 1940 (ath. einnig handhæga snyrti- og gasgrímutösku)
Prjónuð föt á brúðuna frá 1961
Smábarnaföt frá 1938
Fallegur látlaus vetrarkjóll frá 1938
Stjörnupeysa frá 1949
Rauð og hvít barnapeysa frá 1948 (hrifin af þessari)
Frúarpeysa frá 1947
Kjóll á 6-8 ára stelpu frá 1938 (þessi er æði)
Sundbolur á 5-6 ára gamla telpu frá 1938
Barnasundbolur með treyju frá 1939 (huh?)

Að lokum, lærið um frágang á prjónavinnu.

Útaukningar og úrtökur

Garnið hefur eitthvað verið að vefjast fyrir mér svo það er algjör himnasending að finna síðuna Knitting Help. Hér er lýst í máli og hreyfimyndum hvernig auka má út og taka má úr. Þarna er farið yfir margar mismunandi aðferðir og útkoma hverrar þeirra sýnd á einu og sama prjónastykkinu. Þetta finnst mér einkar sniðugt! 

Ef þið viljið endilega lesa ykkur til á íslensku gæti verið að Prjónakennsluvefur Arndísar Hilmarsdóttur komi að gagni

Mynd héðan.

11.6.11

Ding ding! Er þetta ísbíllinn? Nei, þetta er fatamarkaðsbíllinn!

Nennirðu ekki út í búð að versla föt? Þá kemur búðin bara til þín í staðinn!



Þetta finnst mér svo gjöðveikislega sniðug og skemmtileg hugmynd að mig langar að kaupa gamalt rúgbrauð eða eða einhvern þaðan af stærri bíl og rúnta um Reykjavík með alls konar skemmtileg föt, prjónavörur, heimasaumað, gamalt dótarí...



Kannski væri jafnvel hægt að endurvekja kaupmanninn á horninu, nema hvað hann væri ekki alltaf á sama horninu.


Búðina fann ég á Poppytalk.

5.6.11

Þegar nördar eignast börn...

Þessi bók er yndisleg og snertir í mér viðkvæman nördastreng.
Allar bækur ættu að hefjast á útdrætti (ég er viss um að það er heimildaskrá aftast).
Ætli þau fái styrk til verksins?
Maður skrifar alltaf aðferðarkaflann fyrst.
Öll börn ættu að eiga svona bók, enda eru öll börn vísindamenn inn við beinið.

Lopapeysan er tilbúin w00p w00p!

Þetta er allra fyrsta peysan sem ég prjóna frá upphafi til enda. Það má ýmislegt finna að henni en ég læri af reynslunni og er hæstánægð með hana. Hún er að mestu prjónuð eftir uppskriftinni "Bláklukka" eftir Védísi Jónsdóttur.

Minn maður passar ekki enn í hana en hún verður sannarlega góð næsta vetur. Peysan verður náttúrulega enn flottari á svona flottum strák :-)

Ég setti hnapp aftan í hálsmálið svo auðveldara væri að fara í peysuna og úr.

Heimsmeistarinn í hraðprjóni

Þessi kona, Miriam Tegels, er svakaleg, það mætti halda að myndbandið sé spilað á tvöföldum hraða. Hún er heimsmeistari í hraðprjóni og getur prjónað 118 lykkjur á mínútu. Og geri aðrir betur. Eða ekki.

23.5.11

Allir krakkar eru í skessuleik

Allir krakkar,
allir krakkar,
eru í skessuleik.
Má ég ekki mamma,
með í leikinn þramma?
Mig langar svo,
mig langar svo,
að lyfta mér á kreik.

Þetta kunna nú allir, en kunna allir skessuleik? Flestir krakkar sem ég veit um eru í klessuleik. En svona, börnin mín, er hægt að fara í skessuleik. Og þar hafiði það. Farið nú út að leika.

Mynd: Theodor Kittelsen - Sjøtrollet, 1887

11.5.11

Prjónafaraldur

Nú er runnið á mig prjónaæði. Mér skilst að þessi sjúkdómur hafi lengi geysað á Íslandi (sjá mynd til vinstri) en faraldursfræðilegar rannsóknir sýna að nú er hann kominn til Providence, Rhode Island, USA. Mútta mín góða var sjúkdómsberinn, kom með fullan poka fjár, nú eða ullina af fénu réttara sagt. Ég er búin að æfa mig á húfu, vettlingum, og sokkum (sjá mynd fyrir neðan) og er loks búin að færa mig upp á skaptið og bisa nú við fyrstu lopapeysuna. Hún er að vísu í mýflugumynd, eða hér um bil, því hún er á soninn. Ég er að sjálfsögðu líka farin að nota Ravelry.com og ég hvet alla prjónóða til að skrá sig og tengja við aðra sjúklinga.

Mynd af prjónavíkingi er héðan.

14.3.11

KEEP CALM AND CARRY ON

Ég var að búa til skemmtilegt rammahorn inni í svefnherbergi en það er ekkert í römmunum enn sem komið er. Ég sit hér og nýti þær fáu frístundir sem ég hef til að leita mér að innblæstri.





Barnið lærir prímtölurnar (héðan). 



6.3.11

Hugmyndahornið (nr. 1)

Þessa hugmynd að jólaskrauti mætti nýta í ýmislegt annað.
Stenslar notaðir til að lífga upp á gamla kommóðu.
Gamlar vínflöskur verða vasar. 
Pappír og "korktöflupinnar" (vá, ég man ekkert hvað svoleiðis heitir í augnablikinu) teiknibólur.

Gullfallegur rósapúði.
Myndir úr gömlu dagatali lífga upp á vegginn.
Svo er að muna eftir taupennunum.

4.3.11

Ítalskur dagur

Maggi bróðir kom við hjá okkur í Providence eftir vinnuferð til Dallas. Hann kom með fangið fullt af lakkrís, svo honum var tekið opnum örmum (til að taka á móti öllum lakkrísnum, enda er ég búin með birgðarnar mínar). Við eyddum deginum í Federal Hill, ítalska hverfinu í Providence. 

Maggi bauð okkur út að borða. Staðurinn var greinilega vinsæll því við þurftum að bíða endalaust lengi eftir matnum. Sem betur fer var hann góður og við fengum ókeypis bjór í sárabætur.




Ástæðan fyrir seinkun á pöntuninni okkar var að maturinn er búinn til hinum megin við götuna í þessari búð, og þar var allt brjálað að gera.


Búðin er ekki vinsæl fyrir ekki neitt, enda pakkfull af alls konar góðgæti. Ólífubarinn er ekkert slor. 
Fleira gúmmilaði var til sölu, til dæmis fann ég þetta hunang með heilli vaxköku ofan í!
Svo, af því að þetta er í Rhode Island þá mátti að sjálfsögðu kaupa pastasósu fyrrverandi borgarstjórans, en hann er ansi skrautlegur karakter og var að lokum stungið í fangelsi fyrir spillingu. Íbúum í Lil'  Rhody virðist slétt sama og dýrka Buddy og eflaust pastasósuna hans líka.
Mér var á endanum bannað að taka myndir inni í búð nr. 1 svo ég dreif mig bara í búð nr. 2. Þar fann ég þessar servíettur.
Mér finnst að þessar servíettur ættu að heita viskustykki.
Ég held að það sé 1000 sinnum skemmtilegra að borða ís með svona risaeðlusykurstrauti en án þess.
Ítölsk matvöruverslun getur varla staðið undir nafni ef kökurnar vantar!
Þessar espressóskeiðar eru algjört æði.
Við álpuðumst næst inn í búð sem skreytt var Undralandsfígúrum enda ansi undarleg.
Hvern vantar ekki svona skilti?
Því næst kíktum við í lítið sætt gallerí.
Þessi málar ný mótíf eins og gamall mestari.
Björn Leví hefur lengi dreymt um að opna súkkulaðihús (hann drekkur ekki kaffi).

Við enduðum daginn á Pastiche Fine Desserts & Café, en pastiche þýðir, merkilegt nokk,  hrærigrautur eða eftirlíking.
Úr nógu var að velja og við fórum glöð heim með hrærigrautinn okkar.